Eiríkssalur 

Eiríkssalur er staðsettur á efri hæð Hafnargötu 86 og rúmar 60 manns í sæti en mun fleiri gesti ef um er að ræða standandi veisluhöld.

Salurinn er nýuppgerður og innréttur með nútímalegum brag í bland við gamla tíma. Nafnið ,,Eiríkssalur” er í minningu og til heiðurs Eiríks Sigurjónssonar, vörubílsstjóra sem varð fyrir slysi niðri á Keflavíkurhöfn árið 1978, og lést í kjölfar þess. Fallegt útsýni er úr salnum yfir Keflavíkurhöfn og Faxaflóa.

Salurinn hentar vel fyrir samkomur og veislur af ýmsum toga. Í salnum er vel útbúinn bar með bjórdælum og kælum. Einnig hentar salurinn vel fyrir fundi, námskeið, fyrirlestra og fleira þar sem hann er búinn hljóðkerfi fyrir  tal og tónlist sem og skjávarpa og sýningatjaldi. Inn af salnum er aðstaða til þess að framreiða mat. Þar er meðal annars kælir, uppvöskunarvél, kaffivél, dúkar, leirtau og fleira.

 

Eiríkssalur leigist með eða án veitinga en hægt er að kaupa smáhamborgara og aðra smárétti frá veitingastaðnum Orange streetfood (www.osf.is/veislubakkar) sem staðsettur er á neðri hæð hússins.

 

Við leitumst eftir því að veita framúrskarandi þjónustu og gerum okkar besta í að koma til móts við þær óskir sem okkur berast.

Fyrir nánari upplýsingar sendið fyrirspurn á eirikssalur@gmail.com